Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
banner
   mið 14. ágúst 2024 11:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nökkvi og Inter Miami úr leik í deildabikarnum
Nökkvi Þeyr.
Nökkvi Þeyr.
Mynd: St. Louis City
St. Louis City féll úr leik í deildabikar Norður- og Mið-Ameríku í nótt. Nökkvi Þór Þórisson var í byrjunarliði St. Louis í leiknum og lék fyrstu 82 mínútur leiksins. Þegar Nökkvi fór af velli gegn mexíkóska liðinu Club America var staðan 2-2.

Skömmu síðar komst mexíkóska liðið yfir og í uppbótartíma var 4-2 sigur innsiglaður. Leikurinn var liður í 16-liða úrslitum keppninnar.

Ríkjandi meistarar í keppninni, Inter Miami, var einnig í eldlínunni í nótt. Inter tapaði á móti Columbus Crew.

Diego Rossi var hetja Columbus á móti Luis Suarez og félögum. Lionel Messi er meiddur á ökkla og var því ekki með Inter í leiknum. En Suarez, fyrrum leikmaður Liverpool og Barcelona, var ásamt þeim Jordi Alba og Sergio Busquets í eldlínunni.

Suarez lagði upp mark í leiknum, en það var fyrrnefndur Rossi sem var stjarna kvöldins því han skoraði tvö mörk og tryggði Columbus 3-2 sigur.
Athugasemdir
banner
banner
banner