Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 14. september 2019 20:16
Kristófer Jónsson
Þórður Inga: Datt þetta ekki í hug í vor
Þórður vann sinn fyrsta titil í dag.
Þórður vann sinn fyrsta titil í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Ingason, markvörður Víkings, var að vonum gríðarlega ánægður eftir 1-0 sigur gegn FH í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í dag.

„Tilfinningin er geðveik, þetta ér ógeðslega gaman. Mér fannst við vera góðir í dag. Við vorum miklu betri í fyrri hálfleik og í rauninni í seinni líka þegar að þeir misstu mann af velli. Þannig að við áttum þetta fullkomnlega skilið." sagði Þórður eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 FH

Aðstæðurnar í dag voru vægast sagt erfiðar en mikill vindur blés allann leikinn. Þá var völlurinn einnig rennandi blautur.

„Já það var algjört skítarok. En þetta er jafnt á bæði lið en það var erfitt að lesa þetta þegar maður vildi fá boltann í fangið. En þeir voru svosem ekkert mikið með boltann þannig að það var ekkert mikið stress."

Þórður kom til Víkings fyrir tímabilið eftir að hafa spilað með Fjölni undanfarin ár. Hann segir það ekki hafa verið það fyrsta sem að hann hugsaði að hann yrði bikarmeistari þegar að hann skrifaði undir í vor.

„Þetta var ekki það fyrsta sem að mér datt í hug en auðvitað getur maður alltaf náð einhverri siglingu í bikarnum. Ég er bara einstaklega ánægður það þetta hafi gerst. Þetta er fyrsti titillinn minn á ferlinum og þetta er æðislegt." sagði Þórður.
Athugasemdir
banner
banner