Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 14. september 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Nýliða- og fallbaráttuslagur
Úr leik Fjölnis og Gróttu fyrr í sumar.
Úr leik Fjölnis og Gróttu fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er einn leikur í Pepsi Max-deild karla í dag, síðasti leikurinn í 16. umferð deildarinnar.

Það var ofursunnudagur í gær með fimm frábærum leikjum og í dag klárast umferðin með nýliða- og fallbaráttuslag á Seltjarnarnesi.

Grótta tekur á móti Fjölni í leik sem hefst klukkan 19:15.

Það er mikið undir þar sem bæði þessi lið eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Fjölnir er á botninum með fjögur stig og Grótta er með sex stig í næst neðsta sæti. Útlitið er ekki gott fyrir liðin tvö.

mánudagur 14. september

Pepsi Max-deild karla
19:15 Grótta-Fjölnir (Vivaldivöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner