Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. september 2021 14:57
Elvar Geir Magnússon
Fjölgað í hólfum á völlunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að ákveða að létta á Covid-19 samkomutakmörkunum og félögin því í betri stöðu til að taka á móti öllum þeim vallargestum sem áhuga hafa.

Almennar fjöldatakmarkanir hafa hækkað úr 200 í 500 manns í hverju hólfi.

Áður hafði grímuskylda á völlum utandyra verið afnumin og veitingasala heimiluð á ný.

Nú er Íslandsmótið í fótbolta að klárast, stemningin á síðustu leikjum hefur verið afskaplega góð og verður vonandi enn meiri í lokaleikjunum.
Athugasemdir
banner
banner