Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 14. september 2022 11:16
Elvar Geir Magnússon
Á toppnum í júní en eru komnir niður í tíunda sæti
Lengjudeildin
Dean Martin, þjálfari Selfoss.
Dean Martin, þjálfari Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur hallað verulega undan fæti hjá Selfossi.
Það hefur hallað verulega undan fæti hjá Selfossi.
Mynd: Hrefna Morthens
Selfyssingar létu sig dreyma um Bestu deild karla í júnímánuði en lið þeirra sat í efsta sæti Lengjudeildarinnar eftir sex umferðir og hafði ekki tapað leik.

Síðan þá hafa aðeins komið þrír sigurleikir og liðið er í tíunda sæti af tólf í deildinni þegar aðeins lokaumferðin er eftir. Selfoss mætir KV á heimavelli í lokaumferðinni.

Selfoss náði reyndar að vinna Grindavík í upphafi þessa mánaðar en í ljós kom að liðið spilaði á ólöglegum leikmanni og Grindavík var dæmdur sigur.

Selfoss fór þá niður í tíunda sætið en getur farið upp um nokkur sæti ef sigur vinnst í lokaumferðinni.

Staðan eftir sex umferðir:

Selfoss var með 14 stig eftir 6 umferðir en er nú með 26 stig eftir 21 umferð.

Dean Martin tók við Selfossi 2018 en samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið. Ekki hefur verið tilkynnt um hvort samningur hans verði framlengdur en hann sagði í lok ágúst að viðræður hefðu ekki átt sér stað.

Besti leikmaður Selfyssinga í sumar, Gonzalo Zamorano, skrifaði í vikunni undir nýjan samning við félagið. Fyrirliðinn Gary Martin gerði þriggja ára samning fyrir þetta tímabil.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner