Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   lau 14. september 2024 17:40
Haraldur Örn Haraldsson
Árni Guðna: Reiknum með að eiga stúkuna eins og í dag
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Gott að vera kominn í umspilið en mér er ekki alveg sama að hafa tapað. Það er aldrei gott að tapa, og við vorum ekki góðir í dag. Vonandi er þetta bara svona eitt högg á kjaftinn og svo komum við bara sterkari í næsta leik."


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  0 ÍR

Sagði Árni Freyr Guðnason þjálfari ÍR eftir að liðið hans tapaði 3-0 fyrir Aftureldingu í dag. ÍR er þó komið áfram í umspil þar sem úrslit annarstaðar féll þeim í hag. Keflavík bíður ÍR í undanúrslitum umspilsins.

„Það er bara stuð, gaman að fara spila í Keflavík og náttúrulega Jói (Jóhann Birnir Guðmundsson) er með góðar tengingar þar. Við erum búnir að spila við þá tvisvar og vinna þá, og jafntefli held ég. Við bara komum með fullu sjálfstrausti þangað, og klárum það og ætlum að fara á Laugardalsvöll."

Árni hefur mikið talað um það í sumar að markmið ÍR sé að bjarga sér frá falli. Þeir gerðu gott betur en það og enduðu tímabilið í 5. sæti.

„Deildin er náttúrulega búin að vera mjög skrýtin, við erum með 35 stig og komumst í umspil sem er bara frábært. En við þurfum að spila betur en þetta til að geta gert eitthvað í þessu umspili. Þetta er bara gott fyrir klúbbinn, við komum upp í fyrra og við erum búnir að vera að tala um það að félagið á að vera Lengjudeild. Við erum að reyna að gera okkur svolítið stóra og vera þar, það er bara mikill styrkur að hafa komist í umspil."

Stuðningsmenn ÍR hafa verið öflugir í sumar og þeir sýndu það heldur betur í dag. Þeir sungu og studdu liðið allan leikinn í dag sem hlýtur að gefa liðinu mikið.

„Þau eru geggjuð. Það sýnir líka styrk félagsins þegar þú ert í svona stöðu, hverjir eru á bakvið okkur. Ég held það verði bara fleirri sem koma í næsta leik, ég veit ekkert hvort það sé hjá okkur eða hjá þeim. Þeir bara verða að finna út úr því og við reiknum bara með að við eigum stúkuna eins og við áttum hana í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir