Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
banner
   lau 14. september 2024 19:50
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflvíkingar tryggðu sér annað sæti Lengjudeildarinnar og sæti í umspili um sæti í Bestu deildinni að ári þegar liðið bar 4-0 sigurorð af Fjölni í Keflavík fyrr í dag. Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur mætti í viðtal við fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  0 Fjölnir

„Tilfinningin er góð. Gaman að vinna og frábær sigur fyrir okkur að vinna Fjölni hérna sem gat með sigri unnið deildina.“

Einu jafntefli breytt í sigur og staðan væri önnur
Eftir vonbriðgði í fyrstu umferðum mótsins fór Keflavíkurliðið að rúlla. Staða liðsins eftir 11.umferð var þó ekkert sérstök eða 9.sæti með 12 stig. Stigasöfnun á seinni helmingi mótsins gekk þó mun betur og sótti liðið alls 26 stig í leikjunum 11 sem er meira en nokkuð annað lið í deildinni. Er einhver leikur sem situr í Haraldi þegar hann horfir til baka?

„Nei það er auðvelt að fara í ef og hefði. En það er samt klárt að ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina.“

Lið ÍR bíður Keflvíkinga í undanúrslitum umspilsins næstkomandi fimmtudag í Breiðholti. Liðin skiptu sigrunum á milli sín í deildinni þetta árið og verður eflaust hart barist. Hvernig leggst verkefnið í Harald?

„Umspil, það er eitthvað nýtt fyrir okkur en það verður bara gaman fyrir okkur að takast á við það verkefni.“

Kamel af velli vegna meiðsla en verður klár gegn ÍR
Einn af lykilmönnum Keflavíkur Sami Kamel var tekinn af velli í hálfleik í dag vegna meiðsla.

„Hann finnur aðeins til í hnénu sem leiðir upp í læri hjá honum svo við ákváðum að taka hann út af í hálfleik.“

Verður hann með gegn ÍR?

„jÁ“
Athugasemdir
banner