Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
   lau 14. september 2024 19:50
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflvíkingar tryggðu sér annað sæti Lengjudeildarinnar og sæti í umspili um sæti í Bestu deildinni að ári þegar liðið bar 4-0 sigurorð af Fjölni í Keflavík fyrr í dag. Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur mætti í viðtal við fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  0 Fjölnir

„Tilfinningin er góð. Gaman að vinna og frábær sigur fyrir okkur að vinna Fjölni hérna sem gat með sigri unnið deildina.“

Einu jafntefli breytt í sigur og staðan væri önnur
Eftir vonbriðgði í fyrstu umferðum mótsins fór Keflavíkurliðið að rúlla. Staða liðsins eftir 11.umferð var þó ekkert sérstök eða 9.sæti með 12 stig. Stigasöfnun á seinni helmingi mótsins gekk þó mun betur og sótti liðið alls 26 stig í leikjunum 11 sem er meira en nokkuð annað lið í deildinni. Er einhver leikur sem situr í Haraldi þegar hann horfir til baka?

„Nei það er auðvelt að fara í ef og hefði. En það er samt klárt að ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina.“

Lið ÍR bíður Keflvíkinga í undanúrslitum umspilsins næstkomandi fimmtudag í Breiðholti. Liðin skiptu sigrunum á milli sín í deildinni þetta árið og verður eflaust hart barist. Hvernig leggst verkefnið í Harald?

„Umspil, það er eitthvað nýtt fyrir okkur en það verður bara gaman fyrir okkur að takast á við það verkefni.“

Kamel af velli vegna meiðsla en verður klár gegn ÍR
Einn af lykilmönnum Keflavíkur Sami Kamel var tekinn af velli í hálfleik í dag vegna meiðsla.

„Hann finnur aðeins til í hnénu sem leiðir upp í læri hjá honum svo við ákváðum að taka hann út af í hálfleik.“

Verður hann með gegn ÍR?

„jÁ“
Athugasemdir
banner