Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 14. september 2024 19:50
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflvíkingar tryggðu sér annað sæti Lengjudeildarinnar og sæti í umspili um sæti í Bestu deildinni að ári þegar liðið bar 4-0 sigurorð af Fjölni í Keflavík fyrr í dag. Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur mætti í viðtal við fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  0 Fjölnir

„Tilfinningin er góð. Gaman að vinna og frábær sigur fyrir okkur að vinna Fjölni hérna sem gat með sigri unnið deildina.“

Einu jafntefli breytt í sigur og staðan væri önnur
Eftir vonbriðgði í fyrstu umferðum mótsins fór Keflavíkurliðið að rúlla. Staða liðsins eftir 11.umferð var þó ekkert sérstök eða 9.sæti með 12 stig. Stigasöfnun á seinni helmingi mótsins gekk þó mun betur og sótti liðið alls 26 stig í leikjunum 11 sem er meira en nokkuð annað lið í deildinni. Er einhver leikur sem situr í Haraldi þegar hann horfir til baka?

„Nei það er auðvelt að fara í ef og hefði. En það er samt klárt að ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina.“

Lið ÍR bíður Keflvíkinga í undanúrslitum umspilsins næstkomandi fimmtudag í Breiðholti. Liðin skiptu sigrunum á milli sín í deildinni þetta árið og verður eflaust hart barist. Hvernig leggst verkefnið í Harald?

„Umspil, það er eitthvað nýtt fyrir okkur en það verður bara gaman fyrir okkur að takast á við það verkefni.“

Kamel af velli vegna meiðsla en verður klár gegn ÍR
Einn af lykilmönnum Keflavíkur Sami Kamel var tekinn af velli í hálfleik í dag vegna meiðsla.

„Hann finnur aðeins til í hnénu sem leiðir upp í læri hjá honum svo við ákváðum að taka hann út af í hálfleik.“

Verður hann með gegn ÍR?

„jÁ“
Athugasemdir