Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
banner
   lau 14. september 2024 23:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Tvö víti í sigri Milan gegn Venezia - Juventus gerði jafntefli
Christian Pulisic skoraði og lagði upp í kvöld
Christian Pulisic skoraði og lagði upp í kvöld
Mynd: EPA

AC Milan vann öruggan sigur á nýliðum Venezia í kvöld. Þá gerði Juventus annað jafnteflið í röð og nýliðar Como nældu í annað stigið sitt til þessa.


MIkael Egill Ellertsson sat allan tímann á varamannabekknum þegar Venezia tapaði gegn Milan. Theo Hernandez kom Milan yfir strax á 2. mínútu og Youssouf Fofana bætti öðru markinu við eftir undirbúning Christian Pulisic.

Pulisic bætti svo þriðja markinu við með marki úr víitaspyrnu og staðan orðin 3-0 eftir tuttugu mínútna leik. Milan fékk annað víti stuttu síðar en nú steig Tammy Abraham á punktinn og skoraði.

Það var síðasta mark leiksins og því öruggur sigur Milan staðreynd.

Juventus gerði markalaust jafntefli gegn Roma í síðustu umferð á heimavelli. Liðið heimsótti Empoli í dag og lokaniðurstaðan var sú sama og gegn Roma.

Bologna hefur farið illa af stað eftir frábært síðasta tímabil. Liðið er aðeins með þrjú stig eftir jafntefli gegn nýliðum Como sem voru að næla í sitt annað stig.

Como 2 - 2 Bologna
1-0 Nicolo Casale ('5 , sjálfsmark)
2-0 Patrick Cutrone ('53 )
2-1 Santiago Castro ('76 )
2-2 Samuel Iling-Junior ('90 )

Empoli 0 - 0 Juventus

Milan 4 - 0 Venezia
1-0 Theo Hernandez ('2 )
2-0 Youssouf Fofana ('16 )
3-0 Christian Pulisic ('25 , víti)
4-0 Tammy Abraham ('29 , víti)
Rautt spjald: Hans Nicolussi, Venezia ('73)


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner