Orri Steinn Óskarsson byrjar á bekknum hjá Real Sociedad sem fær Real Madrid í heimsókn í spænsku deildinni í kvöld.
Orri Steinn gekk til liðs við Sociedad á lokadegi félagaskiptagluggans í sumar og spilaði sinn fyrsta leik daginn eftir í markalausu jafntefli gegn Getafe.
Það er valinn maður í hverju rúmi hjá Real Madrid. Það vekur athygli að Rodrygo er ekki með, Brahim Diaz byrjar við hlið Vinicius og Kylian Mbappe.
Sociedad er með fjögur stig eftir fjórar umferðir en Madrid er með átta stig. Leikurinn er í beinni útsendingu á aðalrás Sjónvarps Símans í samtarfi við Livey.
Real Sociedad: Remiro, Lopez, Aguerd, Zubeldia, Aramburu, Sucic, Zubimendi, Gomez, Kubo, Becker, Sadiq.
Real Madrid: Courtois; Carvajal, Militao, Rüdiger, Mendy; Valverde, Modric, Arda Güler; Brahim, Vinicius, Mbappé.