Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
   lau 14. september 2024 17:22
Hilmar Jökull Stefánsson
Siggi Höskulds: Lærum mikið af þessu tímabili
Lengjudeildin
Sigurður Höskuldsson
Sigurður Höskuldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Siggi Höskulds, þjálfari Þórs, var að vonum ánægður að enda tímabilið á 1-2 sigri á Gróttu þrátt fyrir vonbrigða gengi heilt yfir.


Lestu um leikinn: Grótta 1 -  2 Þór

Fyrsta spurning. Hvernig er tilfinningin eftir leik?

„Hún er bara góð. Kærkomið að ná inn sigri og sjá fleiri stig á töflunni þó ég hefði viljað skoppa upp um eitt sæti. Ánægður með sigurinn.“

Hvað olli því að Þór komst ekki upp úr deildinni?

„Skrýtið tímabil. Þegar við vorum að komast í gang eftir smá kafla í byrjun móts þá misstum við takið á því. Stundum líður manni eins og allt sé á móti manni og að tapa leikjum sem við áttum ekki að tapa. Þetta var bara skrýtið tímabil og tímabil sem við lærum svakalega mikið. Við erum staðráðnir í að koma tvíefldir til leiks á næsta ári.“

Næsta spurning snéri einmitt að því hvort þú yrðir með liðið á næsta tímabili. Verður þú áfram með liðið?

„Já alveg 100%. Það var ekki krafa að fara upp í fyrstu atrennu en vissulega er stigasöfnunin það slæm að við þurfum að spýta í og ég verð að taka ábyrgð á því og ég mun gera það.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner