Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref Laugardalsvallar - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
   lau 14. september 2024 17:22
Hilmar Jökull Stefánsson
Siggi Höskulds: Lærum mikið af þessu tímabili
Lengjudeildin
Sigurður Höskuldsson
Sigurður Höskuldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Siggi Höskulds, þjálfari Þórs, var að vonum ánægður að enda tímabilið á 1-2 sigri á Gróttu þrátt fyrir vonbrigða gengi heilt yfir.


Lestu um leikinn: Grótta 1 -  2 Þór

Fyrsta spurning. Hvernig er tilfinningin eftir leik?

„Hún er bara góð. Kærkomið að ná inn sigri og sjá fleiri stig á töflunni þó ég hefði viljað skoppa upp um eitt sæti. Ánægður með sigurinn.“

Hvað olli því að Þór komst ekki upp úr deildinni?

„Skrýtið tímabil. Þegar við vorum að komast í gang eftir smá kafla í byrjun móts þá misstum við takið á því. Stundum líður manni eins og allt sé á móti manni og að tapa leikjum sem við áttum ekki að tapa. Þetta var bara skrýtið tímabil og tímabil sem við lærum svakalega mikið. Við erum staðráðnir í að koma tvíefldir til leiks á næsta ári.“

Næsta spurning snéri einmitt að því hvort þú yrðir með liðið á næsta tímabili. Verður þú áfram með liðið?

„Já alveg 100%. Það var ekki krafa að fara upp í fyrstu atrennu en vissulega er stigasöfnunin það slæm að við þurfum að spýta í og ég verð að taka ábyrgð á því og ég mun gera það.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner