Tuchel og Terzic orðaðir við Man Utd - Sudakov til Lundúna? - Framherji Arsenal til Gladbach
Erfitt að spila eftir fráfall vinar síns - „Virkilega erfitt að skilja þetta"
Stefán Teitur: Man ekki eftir svona stjórnun hér í langan tíma
Hetja kvöldsins vön að skora utanfótar snuddur - „Ég er náttúrulega bara bakvörður"
Hákon Rafn: Logi maður! Hann tapar ekki á þessum velli
Gylfi Sig: Æfðum á frábæru grasi hjá FH
Valgeir: Hægri kantmaðurinn í Tottenham og þeir kunna öll brögð
Jóhann Berg: Með því betra sem við höfum séð á Laugardalsvelli í mörg ár
Arnór Ingvi: Það voru vel valin orð
Orri Steinn: Búinn að vera kenna honum aðeins upp á herbergi
Jón Dagur: Orðinn pirraður á þeim
Ólafur Ingi: Allir landsleikir mikilvægir
Logi Hrafn: Við vissum að þetta væri erfiður leikur
Andri Fannar: Hefur verið heiður að vera fyrirliði þessa liðs
Logi alltaf á milljón: Gerir mjög mikið fyrir minn haus
Alls ekki blendnar tilfinningar - „Held mjög mikið með Stebba"
Sverrir gerði ekki alla ánægða með skiptunum - „Það var lífsreynsla"
Útilokar ekki heimkomu - „Markmiðið mitt að komast á hærri stað"
Sér ekki fyrir sér núna að spila fyrir annað félag á Íslandi - Stefnir út
Ólafur Ingi: Ótrúlegt að þeir séu ekki enn með stig í riðlinum
Orri Steinn um lífið á Spáni: Kærastan passar upp á mig
banner
   lau 14. september 2024 17:22
Hilmar Jökull Stefánsson
Siggi Höskulds: Lærum mikið af þessu tímabili
Lengjudeildin
Sigurður Höskuldsson
Sigurður Höskuldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Siggi Höskulds, þjálfari Þórs, var að vonum ánægður að enda tímabilið á 1-2 sigri á Gróttu þrátt fyrir vonbrigða gengi heilt yfir.


Lestu um leikinn: Grótta 1 -  2 Þór

Fyrsta spurning. Hvernig er tilfinningin eftir leik?

„Hún er bara góð. Kærkomið að ná inn sigri og sjá fleiri stig á töflunni þó ég hefði viljað skoppa upp um eitt sæti. Ánægður með sigurinn.“

Hvað olli því að Þór komst ekki upp úr deildinni?

„Skrýtið tímabil. Þegar við vorum að komast í gang eftir smá kafla í byrjun móts þá misstum við takið á því. Stundum líður manni eins og allt sé á móti manni og að tapa leikjum sem við áttum ekki að tapa. Þetta var bara skrýtið tímabil og tímabil sem við lærum svakalega mikið. Við erum staðráðnir í að koma tvíefldir til leiks á næsta ári.“

Næsta spurning snéri einmitt að því hvort þú yrðir með liðið á næsta tímabili. Verður þú áfram með liðið?

„Já alveg 100%. Það var ekki krafa að fara upp í fyrstu atrennu en vissulega er stigasöfnunin það slæm að við þurfum að spýta í og ég verð að taka ábyrgð á því og ég mun gera það.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner