Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   mán 14. október 2019 21:52
Sverrir Örn Einarsson
Guðlaugur Victor: Það var ekkert fagnað neitt
Icelandair
Guðlaugur með boltann gegn Andorra í kvöld.
Guðlaugur með boltann gegn Andorra í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Bara overall solid. Ég var allt í lagi ánægður við frakkaleikinn en eins og ég sagði eftir þann leik voru nokkrir hlutir sem hefðu mátt fara betur. Og í dag var bara allt annar leikur, við vissum að myndum vera mikið meira með boltann og sækja meira og við unnum leikinn og héldum núllinu þannig að það er jákvætt.“

Sagði Guðlaugur Victor Pálsson sem fékk tækifærið hjá landsliðsþjálfurnum í þessari leikjatörn í stöðu hægri bakvarðar um sína frammistöðu.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Andorra

Leikmenn Íslands þurftu að treysta á að Frakkar bæru sigur úr býtum gegn Tyrkjum í París í kvöld til að halda vonum liðsins á beinu sæti á EM á lífi. Sú varð ekki raunin en liðin gerðu jafntefli og von Íslands því veik. Var stemmingin róleg eftir leik þrátt fyrir sigurinn?

„Já það var það. Það var ekkert fagnað neitt. En við þurfum að einbeita okkur að okkar og klára það og treysta á að Andorra stríði Tyrkjum.“
Guðlaugur spilaði eins og áður sagði í nýrri stöðu fyrir sig hægri bakverði í þessum leikjum. Eftir ágæta frammistöðu vill hann væntanlega halda sæti sínu í liðinu til frambúðar.

„Já vonandi. Það eru hlutir sem ég þarf að læra og ég fékk tvo mjög ólíka leiki sem var gott upp á reynsluna að gera. Frakkaleikurinn var meira varnarsinnaður meðan að leikurinn í dag var meira sóknarsinnaður og gott að fá smjórþefin af báðu og svo þarf ég bara að skoða videoklippur og svona til að læra aðeins betur á það.“

Sagði Guðlaugur VIctor Pálsson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir