Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mán 14. október 2019 21:52
Sverrir Örn Einarsson
Guðlaugur Victor: Það var ekkert fagnað neitt
Icelandair
Guðlaugur með boltann gegn Andorra í kvöld.
Guðlaugur með boltann gegn Andorra í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Bara overall solid. Ég var allt í lagi ánægður við frakkaleikinn en eins og ég sagði eftir þann leik voru nokkrir hlutir sem hefðu mátt fara betur. Og í dag var bara allt annar leikur, við vissum að myndum vera mikið meira með boltann og sækja meira og við unnum leikinn og héldum núllinu þannig að það er jákvætt.“

Sagði Guðlaugur Victor Pálsson sem fékk tækifærið hjá landsliðsþjálfurnum í þessari leikjatörn í stöðu hægri bakvarðar um sína frammistöðu.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Andorra

Leikmenn Íslands þurftu að treysta á að Frakkar bæru sigur úr býtum gegn Tyrkjum í París í kvöld til að halda vonum liðsins á beinu sæti á EM á lífi. Sú varð ekki raunin en liðin gerðu jafntefli og von Íslands því veik. Var stemmingin róleg eftir leik þrátt fyrir sigurinn?

„Já það var það. Það var ekkert fagnað neitt. En við þurfum að einbeita okkur að okkar og klára það og treysta á að Andorra stríði Tyrkjum.“
Guðlaugur spilaði eins og áður sagði í nýrri stöðu fyrir sig hægri bakverði í þessum leikjum. Eftir ágæta frammistöðu vill hann væntanlega halda sæti sínu í liðinu til frambúðar.

„Já vonandi. Það eru hlutir sem ég þarf að læra og ég fékk tvo mjög ólíka leiki sem var gott upp á reynsluna að gera. Frakkaleikurinn var meira varnarsinnaður meðan að leikurinn í dag var meira sóknarsinnaður og gott að fá smjórþefin af báðu og svo þarf ég bara að skoða videoklippur og svona til að læra aðeins betur á það.“

Sagði Guðlaugur VIctor Pálsson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner