Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 14. nóvember 2019 21:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Baulað á Joe Gomez - Sterling klappaði
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Joe Gomez kom inn á sem varamaður þegar England vann 7-0 sigur á Svartfjallalandi í kvöld.

England tryggði sér með sigrinum sæti á EM 2020.

Gomez, sem leikur með Liverpool, hefur mikið verið í fréttum þessa vikuna eftir að Raheem Sterling, leikmaður Manchester City, veittist að honum í mötuneyti enska landsliðsins.

Gomez og Sterling lenti saman undir lokin á 3-1 sigri Liverpool á Manchester City um síðustu helgi. Sterling virtist ennþá hafa verið pirraður á tapinu því hann missti þá stjórn á skapi sínu gagnvart Gomez er þeir mættu í landsliðsverkefnið.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, ákvað að taka Sterling út úr liðinu fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi í kvöld vegna þess sem átti sér stað í vikunni.

Þegar Gomez kom inn á gegn Svartfjallalandi heyrðist baul úr stúkunni á Wembley.

John Cross, fjölmiðlamaður á Mirror, segir frá þessu, en hann bætir við að Sterling hafi sést klappa fyrir Gomez í stúkunni.

Athugasemdir
banner
banner