Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   fim 14. nóvember 2024 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimir: Áttum skilið að hafa heppnina með okkur

Írland mun spila í umspili um áframhaldandi veru í B-deild Þjóðadeildarinnar eftir sigur á Finnum í kvöld.


Evan Ferguson skoraði markið í 1-0 sigri en Caoimhín Kelleher varði vítaspyrnu seint í leiknum.

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra, sagði að liðið hafi verið heppið að vinna.

„Við vorum heppnir. Þessi hópur átti sennilega skilið að hafa heppnina með sér, þeir hafa oft verið óheppnir. Við gerum okkur grein fyrir því að við þurfum að spila betur en við gerðum í dag," sagði Heimir á blaðamannafundi eftir leikinn.


Athugasemdir
banner