West Ham United tilkynnti í gærkvöldi að markvörðurinn Oscar Fairs væri látinn eftir baráttu við krabbamein.
Fairs ólst upp í Lundúnum og spilaði með U15 ára liði West Ham.
Mark Noble, yfirmaður íþróttamála hjá West Ham, segist muna eftir honum sem vingjarnlegum og kurteisum ungum manni sem átti framtíðina fyrir sér.
West Ham mun heiðra minningu á næstunni en öllum leikjum unglingaliðanna sem áttu að fara fram um helgina hefur verið frestað.
„Hugur og samúð allra hjá félaginu er hjá foreldrum Oscars, þeim Natalie og Russell ásamt bróður hans, Harry, og biðjum við vinsamlegast um að einkalíf fjölskyldunnar sé virt á þessum ótrúlega erfiðu tímum,“ segir Noble á heimasíðu West Ham.
Athugasemdir