Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. janúar 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Jóhann áfram með Völsung - Ráðinn yfirmaður knattspyrnumála
Jóhann á hliðarlínunni á Húsavík.
Jóhann á hliðarlínunni á Húsavík.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Völsungs í 2. deildinni, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning. Jóhann mun bæði þjálfa meistaraflokk karla og 2. flokk karla hjá Völsungi.

„Jóhann hefur sinnt þessu sama starfi af kostgæfni undanfarin þrjú ár og er mikil ánægja í röðum Völsunga með að fá að njóta áframhaldandi krafta þessa reynda þjálfara á næstu árum," segir á heimasíðu Völsungs.

Auk þess að þjálfa fyrrgreinda flokka mun Jóhann einnig starfa sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu næstu tvö árin. Að þessari ráðningu koma barna- og unglingaráð og meistaraflokksráð Völungs.

„Um er að ræða nýtt starf sem ætlað er að gera allt það góða starf sem unnið er í knattspyrnunni á Húsavík enn betra. Yfirmaður knattspyrnumála mun bera ábyrgð á öllu faglegu starfi innan knattspyrnunnar á Húsavík, hvort sem um er að ræða allra yngstu iðkendur eða meistaraflokka félagsins, að auka sýnileika knattspyrnudeildar og samræma og framþróa vinnubrögð þjálfara Völsungs og sjá til þess að sú þekking haldist innan félagsins. Þetta er stórt og mikið starf sem ætlað er að efla knattspyrnuna á Húsavík enn frekar og líklega enginn betur til þess fallinn að þróa starfið til framtíðar en Jóhann," segir á heimasíðu Völsungs.
Athugasemdir
banner
banner
banner