Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 15. janúar 2022 14:37
Brynjar Ingi Erluson
England: Man City með þrettán stiga forystu eftir glæsimark De Bruyne
Kevin de Bruyne skorar sigurmarkið gegn Chelsea
Kevin de Bruyne skorar sigurmarkið gegn Chelsea
Mynd: EPA
Manchester City er óstöðvandi
Manchester City er óstöðvandi
Mynd: EPA
Manchester City 1 - 0 Chelsea
1-0 Kevin de Bruyne ('70 )

Chelsea er sennilega búið að kveðja titilbaráttuna þetta tímabilið eftir að liðið tapaði fyrir Englandsmeisturum Manchester City á Etihad í dag, 1-0.

Heimamenn sköpuðu sér meira í fyrri hálfleiknum og fengu ágætis færi til að taka forystuna. John Stones átti skalla beint á Kepa í byrjun leiks áður en spænski markvörðuinn varði skot frá Kevin de Bruyne nokkrum mínútum síðar.

Jack Grealish fékk besta færi City er Mateo Kovacic tapaði boltanum fyrir framan eigin vítateig. De Bruyne kom boltanum á Grealish, sem keyrði inn í teig en Kepa sem varði boltann aftur fyrir endamörk.

Það var mun meiri áræðni í Chelsea í síðari hálfleiknum. Romelu Lukaku var hársbreidd frá því að koma liðinu yfir þegar tvær mínútur voru búnar af síðari hálfleik. Kovacic kom boltanum inn fyrir á Lukaku og var hann einn gegn Ederson en brasilíski markvörðurinn varði áður en Hakim Ziyech skaut frákastinu yfir markið.

Man City fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn á 63. mínútu og var það De Bruyne sem tók spyrnuna en aftur var Kepa vel á verði og varði boltann yfir markið.

Raheem Sterlin kom sér í fínt færi í teignum stuttu síðar en skot hans rétt framhjá. Það dró svo til tíðinda á 70. mínútu er De Bruyne tók forystuna fyrir City.

Joao Cancelo fann De Bruyne vinstra megin á miðsvæðinu. Hann var með Ngolo Kanté hangandi í sér. Franski miðjumaðurinn reyndi að brjóta á De Bruyne, sem stóð í lappirnar, keyrði að teignum áður en hann lét vaða af 20 metra færi í hægra hornið.

Þetta reyndist eina mark leiksins og þvílík úrslit fyrir Man City sem er á toppnum með 56 stig, þrettán stigum meira en Chelsea sem er í öðru sæti deildarinnar. Titilbaráttan svo gott sem búin hjá Thomas Tuchel og hans mönnum því eins og City er að spila þá er liðið ekki að fara að tapa þrettán stigum, það er ljóst.
Athugasemdir
banner
banner
banner