Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   mið 15. janúar 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Iraola: Jöfnunarmark Chelsea átti ekki að standa
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Andoni Iraola þjálfari Bournemouth svaraði spurningum eftir 2-2 jafntefli á útivelli gegn Chelsea í gærkvöldi. Bournemouth lenti undir í fyrri hálfleik en snéri stöðunni við eftir leikhlé.

Bournemouth leiddi á Stamford Bridge allt þar til í uppbótartíma þegar Reece James bjargaði stigi fyrir heimamenn í Chelsea.

„Mér fannst við ekki eiga skilið að sigra þennan leik útaf því að Chelsea var talsvert sterkara liðið í fyrri hálfleik. Ég er samt reiður yfir jöfnunarmarkinu þeirra, það átti ekki að standa. VAR þarf að skoða svona hluti betur, það er ýmislegt við dómgæsluna í þessum leik sem ég skil ekki," sagði Iraola. Þarna vildi hann sjá dæmt brot á Cucurella fyrir að trufla varnarvegg Bournemouth með því að standa fyrir Antoine Semenyo svo leikmennirnir snertust. Samkvæmt leikreglunum mega leikmenn ekki snerta varnarvegg andstæðinganna.

„Við vorum alltof hægir á boltanum í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var betri og við komumst nálægt því að sigra. Ég er mjög stoltur því okkur vantar mikið af leikmönnum í hópinn og núna misstum við James Hill í meiðsli svo hann bætist á listann. Við höfum þrátt fyrir þetta verið að ná í góð úrslit. Við erum búnir að vera óheppnir með meiðsli en félagið er að vinna í því að finna leikmenn sem geta fyllt í skörðin."

Iraola var að lokum spurður hvers vegna Justin Kluivert, sem hefur verið mjög góður á tímabilinu, byrjaði á bekknum. Hann átti frábæran leik eftir að honum var skipt inn og skoraði úr vítaspyrnu.

„Hefðum við átt 25 hrausta leikmenn þá hefði Justin Kluivert líklegast byrjað þennan leik. Ástæðan fyrir því að hann byrjaði á bekknum er að ég vildi hafa leikmann þar sem gat komið inná og bætt spilamennsku liðsins. Það er nákvæmlega það sem hann gerði."

Bournemouth er að eiga frábært tímabil í ensku úrvalsdeildinni þar sem liðið er í sjöunda sæti með 34 stig eftir 21 umferð, einu stigi á eftir Englandsmeisturum Manchester City.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 17 7 5 5 31 28 +3 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Fulham 17 7 2 8 24 26 -2 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 17 5 3 9 17 26 -9 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner