Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 15. febrúar 2022 18:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kári sammála gagnrýni Óskars á leikstíl Aberdeen - Búið að reka Glass
Stephen Glass var rekinn á dögunum.
Stephen Glass var rekinn á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn
Óskar Hrafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason
Kári Árnason
Mynd: Viaplay
Skoska félagið Aberdeen lét á dögunum stjórann Stephen Glass fara eftir slæmt gengi. Glass var við stjórnvölinn þegar Aberdeen sló út Breiðablik í forkeppni Sambandsdeildarinnar síðasta sumar en leikstíll liðsins heillaði fáa og sérstaklega ekki Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks. Gagnrýni hans verður rifjuð upp hér að neðan.

Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi og fyrrum leikmaður Aberdeen, vakti athygli í kringum einvígi Breiðabliks og Aberdeen síðasta sumar.

Kári gaf Aberdeen ráð fyrir einvígi liðanna og þegar hann var gagnrýndur fyrir það sagðist hann skulda Breiðabliki akkúrat ekki neitt. Kári var gestur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag og tjáði sig um Glass og brottreksturinn.

„Þetta kom kannski ekki alveg á réttum tímapunkti hjá Óskari, eftir að hafa tapað, að segja að þeir geti ekki neitt en ég var svo sem alveg sammála honum. Þeir gátu ekki mikið í þessum leik [fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli]."

„Ég talaði við einhverja innanbúðarmenn og þeir voru á einhverjum tímapunkti ánægðir með þróun fótboltans undir stjórn Glass. Ég hafði ekki horft mikið á þá en eftir að hafa horft á leikinn gegn Breiðabliki þá hugsaði ég að það væri ekki mikil framtíð í þessu. Aberdeen gat svo ekki neitt á tímabilinu,"
sagði Kári.

Gagnrýni Óskars Hrafns
„Þú munt aldrei fá mig til að gagn­rýna ís­lensk fót­boltalið fyr­ir það hvernig þau nálg­ast leik­ina. Við verðum að átta okk­ur á því að Aber­deen er skoskt at­vinnu­mannalið með 1500 milj­ón­ir í laun­kostnað á ári þannig að þeir áttu bara skilið að fá að heyra það," sagði Óskar í viðtali við mbl.is síðasta sumar. Óskar hafði gagnrýnt Aberdeen harkalega og var spurður út í þá gagnrýni í viðtölum við íslenska fjölmiðla eftir næsta deildarleik Blika.

„Ég get haldið langan fyrirlestur um hvað mér finnst um andstæðinga okkar. Ég hef sagt það sem ég þarf að segja." Óskar sagði lið Aberdeen lélegt og að þeir hefðu ekki reynt að spila fótbolta..

„Þeir gera enga tilraun til að spila fótbolta, eyddu meiri tíma í að tefja en að senda hann á milli. Ég bjóst ekki við því að þeir væru svona lélegir. Ég hélt þeir myndu reyna að spila fótbolta. Þeir gerðu enga tilraun til þess og það kom mér á óvart."

Sjá einnig:
Óskar ósáttur við Aberdeen-menn: Eins og fimm ára gamalt barn
„Segir margt að þeir fara í kerfi sem þeir hafa ekki farið í áður"

Aberdeen er í 9. sæti skosku deildarinnar og hefur ekki unnið í fimm deildarleikjum í röð. Lokaleikur Aberdeen undir stjórn Glass var tap gegn Motherwell í 16-liða úrslitum skoska bikarsins á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner