Manchester City sýndi frábæra frammistöðu þegar liðið vann öruggan sigur á Newcastle í dag.
Nýju mennirnir sem komu til liðsins í janúar áttu frábæran leik en Omar Marmoush skoraði sín fyrstu mörk en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu.
„Við vissum að hann myndi skora fyrr en síðar, hann kann að klára færin. Auðvitað verður hann að gera betur en núna munum við sjá hvernig hann tekst á við hrósin," sagði Guardiola um Marmoush.
Þá var NIco Gonzalez virkilega góður á miðjunni. Hann var fenginn til að taka við af Rodri sem er frá út tímabilið vegna meiðsla.
„Nico Gonzalez hjálpaði okkur mikið, ég var virkilega ánægður með hann því við þurftum á honum að halda, þetta hafa verið erfiðir þrír mánuðir," sagði Guardiola.
„Hann er okkar litli Rodri. Hann hefur gríðarlega nærveru, mikinn hraða. Þegar hann var í akademíu Barcelona snérist allt um staðsetninga. Hann er með metnað í að ná árangri í úrvalsdeildinni, hann er hérna til að sanna sig," sagði Guardiola.
Erling Haaland þurfti að fara af velli vegna meiðsla undir lokin en Guardiola gat ekki svarað því hvort um slæm meiðsli sé að ræða. Haaland meiddist á hné en gat rölt af velli.
Athugasemdir