Brasilíski sóknarleikmaðurinn Antony fór ekki með Manchester United til Spánar þar sem liðið mætir Real Betis í seinni viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á morgun.
Antony, sem er fyrrum vængmaður Ajax, æfði ekki í dag en hann er veikur. Þessi 23 ára leikmaður var tekinn af velli á 73. mínútu í markalausu jafntefli gegn Southampton um helgina.
Manchester United vann 4-1 sigur í fyrri leiknum en Antony skoraði eitt af mörkunum.
                
                                    Antony, sem er fyrrum vængmaður Ajax, æfði ekki í dag en hann er veikur. Þessi 23 ára leikmaður var tekinn af velli á 73. mínútu í markalausu jafntefli gegn Southampton um helgina.
Manchester United vann 4-1 sigur í fyrri leiknum en Antony skoraði eitt af mörkunum.
Franski sóknarmaðurinn Anthony Martial sem hefur mikið verið meiddur á tímabilinu æfði í morgun en ferðaðist hinsvegar ekki með í leikinn.
Christian Eriksen og Donny van de Beek eru á meiðslalistann og Alejandro Garnacho hefur bæst á þann lista.
Casemiro fékk rautt spjald gegn Southampton og er á leið í fjögurra leikja bann. Það gildir þó aðeins í keppnum á Englandi svo Casemiro verður með á morgun. Marcel Sabitzer sem hefur misst af tveimur síðustu leikjum gæti einnig spilað.
Leikur Real Betis og Manchester United á morgun hefst 17:45 að íslenskum tíma.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
        
