Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   lau 15. mars 2025 23:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Xavi Simons skoraði og lagði upp í sigri á Dortmund
Xavi Simons og Lois Openda
Xavi Simons og Lois Openda
Mynd: EPA
RB Leipzig 2 - 0 Borussia D.
1-0 Xavi Simons ('18 )
2-0 Lois Openda ('48 )

RB Leipzig vann góðan sigur á Dortmund í þýsku deildinni í kvöld og er í harðri Meistaradeildarbaráttu.

Xavi Simons kom Leipzig yfir þegar hann fylgdi eftir skoti frá Benjamin Sesko.

Leipzig var með yfirhöndina í fyrri hálfleik og bætti við öðru marki í upphafi seinni hálfleiks þegar Lois Openda skoraði eftir hornspyrnu frá Simons.

Fljótlega eftir seinna mark Leipzig fékk Max Beier tækifæri á að koma Dortmund inn í leikinn en hann skaut bæði í slá og stöng með stuttu millibili.

Dortmund komst áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í vikunni en liðið er í stökustu vandræðum í deildinni. Eftir tapið í kvöld er liðið í 11. sæti með 35 stig eftir 26 umferðir en Leipzig er í 5. sæti með 42 stig eftir 26 umferðir, jafn mörg stig og Frankfurt sem er í 4. sæti en Frankfurt á leik til góða gegn Bochum á morgun.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir
banner
banner
banner