Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 15. maí 2019 20:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalski bikarinn: Lazio meistari eftir sigur á Atalanta
Sergej fagnar marki sínu.
Sergej fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Atalanta 0 - 2 Lazio
0-1 Sergej Milinkovic-Savic ('82)
0-2 Joaquin Correa ('90)

Lazio er ítalskur bikarmeistari í sjöunda sinn og í fyrsta sinn frá árinu 2013. Lazio hafði betur gegn Atalanta í leik sem fram fór á Ólympíuleikvanginum í Róm í kvöld.

Juventus hefur unnið bikarkeppnina fjögur ár í röð en núna fer nýtt nafn á bikarmeistaratitlinn. Atalanta sló út Juventus í 8-liða úrslitunum en náði ekki að leggja Lazio að velli.

Leikurinn var í járnum alveg fram á 82. mínútu en þá skoraði serbneski miðjumaðurinn Sergej Milinkovic-Savic fyrsta mark leiksins fyrir Lazio.

Í uppbótartímanum bætti Joaquin Correa við öðru marki og þar við sat. Lokatölur 2-0 fyrir Lazio sem er ítalskur bikarmeistari.

Það eru tvær umferðir eftir af ítölsku úrvalsdeildinni. Þar er Lazio í áttunda sæti og Atalanta í fjórða sæti.
Athugasemdir
banner
banner