Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. maí 2022 16:09
Anton Freyr Jónsson
Norðurálsvöllurinn á Akranesi.
Byrjunarlið ÍA og KA: Hlynur Sævar inn - Johannes Vall utan hóps
Gísli Laxdal Unnarsson er á sínum stað í liði ÍA.
Gísli Laxdal Unnarsson er á sínum stað í liði ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Núna klukkan 17:00 flautar Vilhjálmur Alvar Þórarinsson til leiks á Norðurálsvellinum á Akranesi þar sem ÍA og KA mætast í 6.umferð Bestu deildar karla.

Skagamenn fóru á Hlíðarenda í síðustu umferð og töpuðu stórt 4-0 gegn Val. KA menn fengu FH í heimsókn í síðustu umferð og unnu dramatískan 1-0 sigur en Nökkvi Þeyr Þórisson tryggði KA stigin þrjú með marki af vítapunktinum á síðustu sekúndum leiksins. 


Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 KA

Jón Þór Hauksson gerir tvær breytingar á sínu liði frá 4-0 tapinu gegn Val í síðustu umferð. Hallur Flosason og Hlynur Sævar Jónsson koma inn í liðið fyrir Johannes Björn Vall og Jón Gísla Eyland Gíslason en þeir eru báðir utan hóps hjá ÍA í dag.

Arnar Grétarsson þjálfari KA gerir eina breytingu á sínu liði frá sigrinum gegn FH í síðustu umferð. Sveinn Margreir Hauksson kemur inn í liðið og Sebastiaan Brebels fær sér sæti á bekknum. 

Byrjunarlið ÍA: 
12. Árni Snær Ólafsson (m) 
4. Oliver Stefánsson 
7. Christian Thobo Köhler 
8. Hallur Flosason 
10. Steinar Þorsteinsson 
11. Kaj Leo Í Bartalstovu 
17. Gísli Laxdal Unnarsson 
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Eyþór Aron Wöhler 
24. Hlynur Sævar Jónsson 
44. Alex Davey 

Byrjunarlið KA: 
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson (f)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
21. Nökkvi Þeyr Þórisson
26. Bryan Van Den Bogaert
27. Þorri Mar Þórisson
30. Sveinn Margeir Hauksson


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner