Man Utd borgar Sporting bætur - Rafael Leao orðaður við Barcelona - Kerkez á blaði Liverpool
   mán 15. maí 2023 16:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikil meiðsli herja á Keflvíkinga - „Liðið ekki eins gott og í fyrra"
Þetta hefur verið strembið að missa svona marga góða leikmenn út og myndi vera það fyrir flest lið.
Þetta hefur verið strembið að missa svona marga góða leikmenn út og myndi vera það fyrir flest lið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við erum ennþá að reyna átta okkur á honum.
Við erum ennþá að reyna átta okkur á honum.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Honum líður örlítið betur, finnur bata, en er ekki orðinn heill.
Honum líður örlítið betur, finnur bata, en er ekki orðinn heill.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann er einn af okkar allra bestu leikmönnum.
Hann er einn af okkar allra bestu leikmönnum.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hann missti meira og minna af undirbúningstímabilinu eftir að hafa farið í aðgerð í október í fyrra, spilaði ekkert fyrir KR í vetur
Hann missti meira og minna af undirbúningstímabilinu eftir að hafa farið í aðgerð í október í fyrra, spilaði ekkert fyrir KR í vetur
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Við bindum vonir við leikmenn eins og Dag Inga, Edon og fleiri
Við bindum vonir við leikmenn eins og Dag Inga, Edon og fleiri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nacho Heras fór meiddur af velli í gær en hann var ekki eini leikmaður Keflavíkur sem gat ekki klárað leikinn gegn HK vegna meiðsla. Fyrirliðinn Magnús Þór Magnússon fór af velli eftir klukkutíma leik og Dagur Ingi Valsson lék einungis fyrri hálfleikinn.

„Það er æfing hjá okkur á eftir, þá veit ég meira með Magga. Hann var farinn að haltra í gær og spilaði hálf meiddur af því það eru mikil meiðsli hjá varnarmönnum okkar. Hann fann fyrir þessum meiðslum daginn áður, en taldi sig geta spilað. Hann fékk smá högg, fékk aðhlynningu og kom svo út af. Við vitum ekki hvað hann er lengi frá."

„Dagur Ingi er búinn að vera með meiðsli undanfarið sem hafa hamlað honum frá því að fara á fullan hraða, búinn að vera stífur. Honum fannst hann ekki geta tekið fulla spretti þegar við ræddum saman í hálfleik, var í basli og við töldum betra að taka hann út af og setja frískan mann inn á. Edon (Osmani) kom flott inn í leikinn, með kraft og ákveðni."


Margir varnarmenn meiddir
Geriru ráð fyrir að endurheimta menn úr meiðslum fyrir bikarleikinn gegn Stjörnunni?

„Ég veit ekki með Ásgeir Pál (Magnússon) sem tognaði aftan í læri, hann er að nálgast að vera í lagi. Gulli (Gunnlaugur Fannar) kemur til baka úr leikbanni, Ásgeir Orri (Magnússon) sem hefur verið varamarkmaður er aðeins byrjaður að æfa, Guðjón (Pétur Stefánsson) er að glíma við meiðsli í hælnum. Þetta er að leggjast svolítið mikið á varnarlínuna okkar þessi meiðsli. Það eru því miður margir í þessum meiðslafasa."

„Stefan Ljubicic var að spila sinn fyrsta leik eftir meiðsli, hann tognaði aftan í læri, en kom til baka núna. Hann ætti að vera í lagi. Hann missti meira og minna af undirbúningstímabilinu eftir að hafa farið í aðgerð í október í fyrra, spilaði ekkert fyrir KR í vetur."


Væru auðvitað til í fleiri mörk frá Smylie - Öðruvísi leikmaður en Gibbs
Jordan Smylie er sóknarmaður sem gekk í raðir Keflavíkur í vetur. Miklar væntingar eru gerðar til hans, hvernig metur þjálfarinn byrjunina hjá Ástralanum?

„Jordan var frá í sex vikur, fór í aðgerð eftir að hafa rifið liðþófa. Við erum ennþá að reyna átta okkur á honum. Hann stóð sig ágætlega áður en hann meiddist. Hann er duglegur, dálítið hrár leikmaður sem vanur er að spila frammi. Sennilega hentar honum betur að spila í tveggja sentera kerfi. Við höfum verið að prófa hann á kantinum eftir að við fengum Stefan, til að reyna koma þeim báðum fyrir og sjá hvað hann gefur okkur á kantinum."

„Hann lagði upp mark á móti ÍBV, gerði vel þar. Við erum ennþá að kynnast honum. Hann fékk tvö góð færi á móti FH úti sem hann kláraði ekki nógu vel. Hann fékk líka tvö færi í þessum leik. Hann er allavega að fá færi, er duglegur að hlaupa í varnarvinnunni, líkamlega sterkur, en er ungur og hrár leikmaður."

„Við vissum að við værum að fá mun yngri mann en Joey Gibbs, þeir koma báðir frá Ástralíu og voru báðir að spila í sömu deild þar. Við vissum að við værum að fá leikmann sem væri ekki eins góður í að halda í boltann en myndi mögulega gefa okkur einhverja aðra vídd. Þetta eru ekki sambærilegir leikmenn."


Joey Gibbs var leikmaður Keflavíkur í þrjú tímabil og er eins og Jordan Smylie frá Ástralíu. Gibbs gekk í raðir Stjörnunnar í vetur.

„Jordan skoraði heilmikið í næstefstu deild í Ástralíu og hefur aðeins verið með í efstu deild, svipaður bakgrunnur og Gibbs var með. En Joey er miklu reyndari leikmaður. Auðvitað myndum við vilja að hann væri búinn að skora meira fyrir okkur og á sama tíma að við hefðum getað stillt upp sterkara liði í flestum af þessum leikjum."

„Við höfum of mikið átt við meiðsli að stríða til að geta verið með samkeppnishæfara lið. Það eru margir hjá okkur að stíga fyrstu skrefin í Bestu deildinni hjá okkur, þá gera menn mistök og það tekur tíma að læra. Við höfum þurft að spila tæpum mönnum til að reyna halda í gæðin sem hluti af hópnum okkar býr yfir í þessari deild - hafa reynslu og geta spilað vel í deildinni. Þú verður að hafa slíka leikmenn inn á milli, með ungu strákunum og þeim sem hafa neðri deilda reynslu. Við höfum bara ekki ráðið nógu vel við það á móti góðum liðum."


Ekki eins gott lið og í fyrra
Hefuru trú á því að gengið batni þegar menn fara að snúa til baka úr meiðslum?

„Já, ég hef fulla trú á því að leikur liðsins mun batna með tímanum og leikmenn munu komast í betra form. Núna er verið að spila ótrúlega ört, núna erum við að spila þrjá leiki á átta dögum, með öll þessi meiðsli. Leikur næst á fimmtudag og aftur á sunnudag, óvenju stutt milli leikja. Þegar við endurheimtum þessa menn, þá veit ég að þeir eru góðir í fótbolta, hafa staðið sig vel í þessari deild og við treystum á þá sem okkar lykilmenn."

„Auðvitað er hræðilegt ef Nacho verður frá í langan tíma eins og lítur út fyrir, það mun veikja okkur, hann er einn af okkar allra bestu leikmönnum. Það verða aðrir að stíga upp. Við vitum að liðið okkar er í baráttunni þarna niðri, það er ekki eins gott og í fyrra og okkur var sumstaðar spáð falli."

„Við misstum óvenjumarga leikmenn frá okkur eftir síðasta tímabil, 7 byrjunarliðsmenn og 9 af 13-14 bestu leikmönnum liðsins fóru eftir tímabilið í fyrra. Það er hægara sagt en gert að finna leikmenn í staðinn sem standa sig strax jafnvel og hinir sem fóru. Það mun taka tíma. Þannig er það, en auðvitað vonumst við til þess að menn, sem voru í hópnum, stígi upp við það tækifæri að fá að spila. Við bindum vonir við leikmenn eins og Dag Inga, Edon og fleiri, þeir tveir misstu nánast af öllu undirbúningstímabilinu vegna meiðsla."


Kemur í ljós á miðvikudag hvort Kamel spili næsta leik
Sami Kamel hefur vakið athygli í byrjun móts. Hann hefur misst af síðustu leikjum, hvernig er staðan á honum?

„Það er annar leikmaður sem er einn af okkar allra bestu leikmönnum, slæmt að missa hann út. Hann tognaði á læri og er búinn að missa af síðustu leikjum. Honum líður örlítið betur, finnur bata, en er ekki orðinn heill. Hann mun prófa sig á æfingu á miðvikudaginn og sjá hvort hann treysti sér í leikinn á móti Stjörnunni (á fimmtudag)."

„Þetta hefur verið strembið að missa svona marga góða leikmenn út og myndi vera það fyrir flest lið. Við erum ekki með það mikla breidd. Maður verður samt bara að vera jákvæður og einbeita sér að næsta leik, reyna gera betur og bæta leik liðsins."


Spila vonandi á grasvellinum gegn Blikum
Siggi vonast til að næsti heimaleikur verði á grasvellinum. Heimaleikirnir til þessa hafa farið fram á gervigrasvellinum.

„Ég á fastlega von á því, okkar langaði mikið að spila á grasinu í síðasta leik, en við fengum það ekki í gegn. Grasið er orðið miklu betra en það var fyrir 1-2 vikum. Við stefnum á að spila á grasinu 29. maí (þegar Breiðablik kemur í heimsókn)."

Meiri líkur á árangri ef stuðningurinn og mætingin er góð
Í viðtali eftir leikinn í gær var Siggi spurður út í skrif sín á Facebook þar sem hann biðlaði til Keflvíkinga að styðja við bakið á liðinu og hjálpa til í því verkefni að móta unga kynslóð leikmanna sem væru að stíga sín fyrstu skref í liðinu. Einungis 300 manns voru á vellinum í gær. Er það ásættanlegt?

„Auðvitað viljum við sjá fleiri, en þetta hefur verið sagan undanfarin ár að það hafa ekki nógu margir komið á völlinn. Sama þróun hefur gerst hjá mörgum öðrum liðum. Mér finnst auðvitað meiri líkur á að ná árangri ef það er góður stuðningur og fólk kemur á völlinn. Það er skemmtilegra að spila ef það eru fleiri að horfa. Ég held að við eigum inni þar, að geta fjölgað áhorfendum meira. En það helst í hendur við það að liðið þarf að spila betri fótbolta og vinna fleiri leiki."

Stjarnan er næsti andstæðingur Keflavíkur. Liðin mætast í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudag. Tapið gegn HK í gær var fjórða tap Keflavíkur í röð. Næsti deildarleikur er gegn Val á útivelli næsta fimmtudag.
Siggi Raggi: Það er bara ástand á okkur
Innkastið - KR á botninum og hiti í Hamingjunni
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner