Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 15. maí 2024 09:00
Elvar Geir Magnússon
Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite
Powerade
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Jarrad Branthwaite.
Jarrad Branthwaite.
Mynd: Getty Images
Kieran McKenna kom Ipswich upp í deild þeirra bestu.
Kieran McKenna kom Ipswich upp í deild þeirra bestu.
Mynd: Getty Images
Fernandes, Branthwaite, Wan-Bissaka, Frimpong, Guimaraes, Lukaku, Thuram. Slúðurpakkinn er kominn úr prentun, í boði Powerade.

Bayern München hefur áhuga á portúgalska miðjumanninum Bruno Fernandes (29) og gæti gert Manchester United tilboð í sumar. (Independent)

Nokkrar af stærstu stjörnum Bayern München vilja að Thomas Tuchel taki U-beygju og verði áfram stjóri eftir tímabilið. Þar á meðal markahrókurinn Harry Kane (30). (Abendzeitung)

Manchester United er tilbúið að bjóða 55 milljónir punda í Jarrad Branthwaite (21), enska varnarmanninn hjá Everton. (Mail)

Manchester United mun hlusta á tilboð í bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka (28). (Sun)

Hollenski varnarmaðurinn Jeremie Frimpong (23) hallast að því að yfirgefa Bayer Leverkusen í sumar. Real Madrid, Manchester City, Arsenal og Manchester United vilja nýta sér 35 milljón punda riftunarákvæði í samningi hans. (Bild)

Arsenal og Manchester City hafa haft samband við brasilíska miðjumanninn Bruno Guimaraes (26) frá Newcastle United vegna áhuga á að fá hann í sumar. (CaughtOffside)

Chelsea myndi samþykkja tilboð upp á 35 milljónir punda í belgíska framherjann Romelu Lukaku (32). (Football Insider)

Thomas Frank, stjóri Brentford, er líklegur til að taka við Manchester United ef félagið lætur Erik ten Hag fara. (Telegraph)

Manchester United hefur haft samband við Kieran McKenna, stjóra Ipswich, sem hefur starfað sem aðstoðarstjóri á Old Trafford. (Star)

Napoli hefur boðið Antonio Conte, fyrrverandi stjóra Chelsea og Tottenham, 5,6 milljónir punda á ári fyrir að taka við liðinu. AC MIlan vill einnig fá Conte. (Sport Italia)

AC Milan vill fá brasilíska varnarmanninn Emerson Royal (25) frá Tottenham. (Fabrizio Romano)

Manchester United ætlar sér að sigra Newcastle United í baráttu um enska varnarmanninn Tosin Adarabioyo (26) hjá Fulham. (Talksport)

Liverpool hefur boðist að fá Khephren Thuram (23) ára, miðjumann Nice og Frakklands, fyrir 13 milljónir punda í sumar. (Mirror)

Arne Slot, stjóri Feyenoord, ætlar að taka aðstoðarstjórann Sipke Hulshoff með sér til Liverpool þegar hann tekur við af Jurgen Klopp. (ESPN)

Búist er við að Wolves bjóði stjóranum Gary O'Neil nýjan þriggja ára samning. (i)

Juventus vill skilja við stjórann Massimiliano Allegri í lok tímabilsins. (Rudy Galetti)

Aston Villa vill fá spænska miðjumanninn Gabri Veiga (21) frá Al-Ahli eftir að hann gaf til kynna að hann vildi snúa aftur til Evrópu í sumar. (Givemesport)
Athugasemdir
banner
banner