Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 15. júní 2020 11:30
Fótbolti.net
Spá því að Stefán Teitur fari í atvinnumennsku
Stefán Teitur Þórðarson.
Stefán Teitur Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Stefán Teitur Þórðarson var maður leiksins þegar ÍA sigraði KA 3-1 í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinar í gær. Stefán Teitur skoraði tvö mörk af miðjunni en síðara markið var með þrumuskoti af löngu færi.

Breiðablik hefur verið á eftir Stefáni Teiti en erlend félög hafa einnig sýnt honum áhuga og hann fór til norsku liðanna Sarpsborg og Álasund á reynslu í vetur.

„Hann er ekki á leið í Breiðablik. Hann er að fara út í atvinnumennsku. Það er hans næsta skref," sagði Elvar Geir Magnússon í innkastinu í gær.

„Það voru lið á Norðurlöndunum að skoða hann í vetur og ef hann ætlar að spila svona í sumar þá fer hann út. Það eru teikn á lofti."

ÍA hefur verið talsvert í umræðunni í vetur vegna fjárhagsvandamála.

„Það var gaman að upplifa tilfinningarússíbanann hjá stuðningsmönnum ÍA í stúkunni," sagði Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, í Innkastinu á Fótbolta.net í gær en hann

„Þarna heyrði ég meðal annars setninguna, 'mér finnst vera Sunderland bragur yfir ÍA liðinu'. Það var bara Sunderland til í Die. Síðan lyftist brúnin á mönnum. Stefán Teitur jafnaði og síðan voru Skagamenn klassa betri í seinni hálfleik."

„Leið og það var flautað af þá öskraði Tryggvi Hrafn út í loftið og menn sungu og dönsuðu fyrir framan stúkuna. Liðið sýndi heldur betur karakter þarna. Þeir voru flottir og lögðu sig allan fram."


Hér að neðan má hlusta á Innkastið.
Innkastið - Mikill gæðamunur og meiðslahrina
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner