Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 15. júní 2021 16:43
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal hafnaði tilboði frá Roma í Granit Xhaka
Mynd: Getty Images
BBC greinir frá því að Arsenal hafi hafnað tilboði frá AS Roma í svissneska miðjumanninn Granit Xhaka.

Hinn 28 ára gamli Xhaka hefur farið upp og niður í vinsældum hjá stuðningsmönnum Arsenal en hann var fyrirliði liðsins um tíma og missti svo bandið.

Xhaka gekk í raðir Arsenal fyrir fimm árum og kostaði þá 35 milljónir punda, hann er samningsbundinn félaginu næstu tvö árin.

Roma bauð 13 milljónir punda fyrir Xhaka en Arsenal er talið vilja fá 20 milljónir. Jose Mourinho var ráðinn til Roma fyrir nokkrum vikum og hefur hann miklar mætur á Xhaka og Douglas Luiz, miðjumanni Aston Villa.

Xhaka spilaði 47 leiki fyrir Arsenal á síðustu leiktíð og á í heildina 220 leiki að baki fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner