Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. júní 2024 18:11
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Þór/KA sigraði Garðabæ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 1 - 4 Þór/KA
1-0 Hrefna Jónsdóttir ('6)
1-1 Sandra María Jessen ('30)
1-2 Hildur Anna Birgisdóttir ('47)
1-3 Margrét Árnadóttir ('49)
1-4 Sandra María Jessen ('69)

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  4 Þór/KA

Stjarnan tók á móti Þór/KA í seinni leik dagsins í Bestu deild kvenna og tóku heimakonur forystuna snemma leiks, þegar Hrefna Jónsdóttir skoraði eftir aukaspyrnu á sjöttu mínútu.

Sandra María Jessen jafnaði leikinn fyrir Þór/KA á 30. mínútu eftir að boltinn skoppaði afar heppilega fyrir hana til að hleypa henni innfyrir vörn Garðbæinga. Sandra skoraði þar með sitt 100. mark í efstu deild á Íslandi.

Staðan var 1-1 eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik en Akureyringar byrjuðu seinni hálfleikinn með miklum látum.

Hildur Anna Birgisdóttir kom inn af bekknum í liði Þórs/KA í leikhlé og skoraði hún strax á 47. mínútu með marki beint úr hornspyrnu, eftir mistök hjá Andreu Mist á nærstönginni. Tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Margrét Árnadóttir forystuna eftir aðra hornspyrnu og staðan orðin 1-3.

Leikurinn róaðist niður við þetta og dró næst til tíðinda á 69. mínútu, þegar Sandra María skoraði sitt annað mark í leiknum til að innsigla 1-4 sigur.

Þór/KA er með 18 stig eftir 8 umferðir og jafnar Val í öðru sæti Bestu deildarinnar með þessum sigri, á meðan Stjarnan er áfram í fimmta sæti með 9 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner