Arda Guler á óskalista Liverpool - Fulham hefur áhuga á Chalobah - Hættir Man Utd við Branthwaite? - Velur Real Madrid fram yfir stórlið á Englandi
   lau 15. júní 2024 20:21
Ívan Guðjón Baldursson
De la Fuente: Fabián Ruiz er verulega vanmetinn leikmaður
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Luis de la Fuente, landsliðsþjálfari Spánverja, var kátur eftir 3-0 sigur gegn Króatíu í fyrstu umferð Evrópumótsins í dag.

Spánverjar spiluðu beinskeyttan fótbolta og nýttu færin sín í góðum sigri.

„Ég er mjög ánægður fyrir hönd allra strákanna sem hafa lagt svo mikið á sig til að vera hér. Þetta er metnaðarfullur hópur og það er frábær stemning í hópnum. Við erum eins og stór fjölskylda," sagði De la Fuente að leikslokum.

„Það er mikilvægt að halda fótunum á jörðinni. Við byrjuðum vel en núna þurfum við að hugsa um næsta leik gegn Ítalíu. Hann skiptir öllu máli.

„Við vorum mjög góðir í dag og ég er verulega ánægður með frammistöðuna. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá hvað ungu strákarnir voru duglegir að halda einbeitingu allan tímann."


De la Fuente hrósaði þá Fabián Ruiz að leikslokum, eftir að miðjumaðurinn skoraði og lagði upp í sigrinum.

„Ef Fabián héti öðru nafni þá væru allir sífellt að tala um hann. Hann býr yfir ótrúlegum gæðum. Treystið mér, hann er verulega vanmetinn leikmaður."
Athugasemdir
banner
banner
banner