Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   lau 15. júní 2024 13:20
Ívan Guðjón Baldursson
Eigendur Roma langlíklegastir til að kaupa Everton
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Everton er enn til sölu eftir að 777 Partners mistókst að ganga frá kaupum á félaginu þrátt fyrir að hafa dælt háum peningaupphæðum í það.

Nú greinir BBC frá því að Friedkin Group sé búið að ná samkomulagi við Farhad Moshiri um forkaupsrétt á félaginu.

Dan Friedkin er forseti Friedkin Group, sem á meirihlutann í ítalska stórveldinu AS Roma, og er að berjast við ýmsa fjársterka aðila um að kaupa Everton.

Friedkin er sagður leiða kapphlaupið eftir viðræður við Moshiri, sem á 94% hlut í Everton. BBC segir að Moshiri sé búinn að ákveða að gefa Friedkin næstu vikur til að ganga frá kaupunum, án þess að aðrir aðilar geti skorist inn í leikinn á meðan.

Vici Private Finance, MSP Sports Capital og fjársterkur hópur frá Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu eru meðal keppinauta Friedkin í baráttunni um Everton, rétt eins og heimamennirnir Andy Bell og George Downing sem vilja einnig kaupa félagið.

Everton endaði í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á nýliðnu tímabili eftir að hafa fengið dæmd átta mínusstig vegna brota á fjármálareglum enska fótboltasambandsins.

Félagið leikur á Goodison Park á næstu leiktíð en stefnir á að spila heimaleiki sína á nýjum leikvangi við Bramley-Moore bryggjuna tímabilið 2025-26.
Athugasemdir
banner
banner
banner