Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist á morgun - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
Jóhann Birnir: Vorum ekki upp á okkar besta í dag
Gunnar Már: Hrein og klár vonbrigði
Dóri um næsta verkefni - „Andstæðingur sem við getum slegið út á mjög góðum degi"
Sagan endurtekur sig vonandi ekki: „Gömlu karlarnir í gæslunni ná að hafa stjórn á þeim“
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
   lau 15. júní 2024 17:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Lengjudeildin
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net

„Þetta var bara lélegur leikur," sagði Gunnlaugur Fannar Guðmundsson leikmaður Keflavíkur eftir markalaust jafntefli gegn Dalvík/Reyni á Dalvík í dag.


Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 0 -  0 Keflavík

„Við náðum aldrei að komast á almennilegt tempó. Þeir gera vel með því að drepa leikinn, það er ekkert flóknara en það. Við fórum á þeirra plan, þetta fór í einhvern skrípaleik og við komumst aldrei úr því."

Amin Guerrero Touiki leikmaður Dalvíkur/Reynis fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks fyrir að kýla Gunnlaug í punginn.

„Hann kýlir mig bara í punginn og á að fá rautt spjald. Svo fæ ég gult út af því að dómarinn er svo lengi að átta sig á hlutunum, línuvörðurinn á að flagga strax og þá hefði ég aldrei fengið gult spjald," sagði Gunnlaugur.

„Það er smá kítingur sem gerist í fótbolta en ég bjóst aldrei við króknum. Ég var ennþá að drepast í seinni hálfleik, ég var með verk alveg upp í geirvörtur," sagði Gunnlaugur enn frekar en hann sagðist vera að koma til.


Athugasemdir
banner
banner