Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
banner
   lau 15. júní 2024 17:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Lengjudeildin
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net

„Þetta var bara lélegur leikur," sagði Gunnlaugur Fannar Guðmundsson leikmaður Keflavíkur eftir markalaust jafntefli gegn Dalvík/Reyni á Dalvík í dag.


Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 0 -  0 Keflavík

„Við náðum aldrei að komast á almennilegt tempó. Þeir gera vel með því að drepa leikinn, það er ekkert flóknara en það. Við fórum á þeirra plan, þetta fór í einhvern skrípaleik og við komumst aldrei úr því."

Amin Guerrero Touiki leikmaður Dalvíkur/Reynis fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks fyrir að kýla Gunnlaug í punginn.

„Hann kýlir mig bara í punginn og á að fá rautt spjald. Svo fæ ég gult út af því að dómarinn er svo lengi að átta sig á hlutunum, línuvörðurinn á að flagga strax og þá hefði ég aldrei fengið gult spjald," sagði Gunnlaugur.

„Það er smá kítingur sem gerist í fótbolta en ég bjóst aldrei við króknum. Ég var ennþá að drepast í seinni hálfleik, ég var með verk alveg upp í geirvörtur," sagði Gunnlaugur enn frekar en hann sagðist vera að koma til.


Athugasemdir
banner