Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 15. júlí 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
KR með hæsta meðalaldurinn - Grótta lægsta
Íslandsmeistarar KR fagna marki.
Íslandsmeistarar KR fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR er með hæsta meðalaldurinn í leikjum í Pepsi Max-deildinni hingað til samkvæmt tölfræði Wyscout.

Meðalaldurinn hjá KR hefur verið 30,2 ár en Valur kemur þar á eftir með 28,5 ár. Stjarnan og FH koma í kjölfarið.

Grótta er með lægsta meðalaldurinn eða 21,4 ár. Næst kemur Fjölnir með meðalaldur upp á 23,1 ár og ÍA og Fylki koma þar á eftir.

Tölfræðin frá Wyscout er eftir fyrstu sex umferðirnar en Stjarnan á þrjá leiki inni á önnur lið og KA, KR og FH eiga öll einn leik inni.

Meðalaldur liða
KR 30,2 ár
Valur 28,5 ár
Stjarnan 28,2 ár
FH 28 ár
KA 26,1 ár
Breiðablik 25,9 ár
HK 25,6 ár
Víkingur R 25,4 ár
Fylkir 24,2 ár
ÍA 24 ár
Fjölnir 23,1 ár
Grótta 21,4 ár
Athugasemdir
banner
banner