
Ægir hefur fengið liðstyrk en Braima Candé er genginn til liðs við félagið.
Braima er portúgalskur og ólst upp hjá Sporting. Hann hefur einnig verið á mála hjá unglingaliði Fulham.
Hann lék síðast með Dziugas frá Litháen.
Braima er 27 ára gamall varnarsinnaður miðjumaður en hann getur leyst margar stöður á vellinum.
Hann á að baki fjóra landsleiki fyrir yngri landslið Portúgals.
Ægir er í botnsætinu í Lengjudeildinni en liðið spilar heimaleik gegn Njarðvík á morgun.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir