Liverpool undirbýr tilboð í Branthwaite - Nketiah nálgast Forest - Sterling boðinn til Villa
   mán 15. júlí 2024 10:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Amanda Andradóttir til hollensku meistraranna (Staðfest)
Mynd: Twente
Amanda Andradóttir er gengin í raðir hollensku meistaranna í Twente. Bæði Valur og Twente greina frá þessu í morgun.

Amanda, sem er með íslenska kvennalandsliðinu sem stendur, skrifar undir tveggja ára samning í Hollandi.

Hún sagði við Fótbolta.net eftir síðasta deildarleik að það væri líklega hennar síðasti leikur fyrir Val í bili.

Hún hefur verið einn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar frá komu sinni frá Kristianstad síðasta sumar. Hún er sóknarsinnaður miðjumaður og var fimm sinnum í liði umferðarinnar fyrri hluta tímabilsins á Íslandi. Hún skoraði 23 mörk í 33 KSÍ leikjum með Val.

Hún er tvítug og er í þeirri stöðu að geta mætt Val fljótlega því Twente og Valur eru í sama hópi í 1. umferð forkeppninnar í Meistaradeildinni. Ef Valur og Twente vinna fyrsta leik sinn í forkeppninni mætast þau í úrslitaleik um sæti í næstu umferð.

Úr fyrri frétt á Fótbolta.net
Valur er í hópi 5 í meistaraliðinni, liðið mætir ZFK Ljuboten frá Norður-Makedóniu í undanúrslitum. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast FC Twente frá Hollandi og Cardiff City frá Wales.
Athugasemdir
banner
banner
banner