FH tóku á móti HK í 14.umferð Bestu deildar karla á Kaplakrikavelli í kvöld.
FH gat með sigri lyft sér upp í 4.sæti deildarinnar sem þeir svo gerðu með því að leggja HK af velli hér í kvöld.
Lestu um leikinn: FH 3 - 1 HK
„Virkilega mikilvægt að vinna þennan leik. Mér fannst HK-ingarnir góðir í dag. Þeir gerðu þetta mjög erfitt fyrir okkur. Hrikalega sætt að ná að klára þennan leik." Sagði Ísak Óli Ólafsson varnarmaður FH eftir leikinn í kvöld.
HK fengu slæma útreið í síðustu umferð og voru FH tilbúnir að mæta þeim dýrvitlausum í kvöld.
„Já við vissum að HK væru miklu sterkari en 8-0 á móti ÍA og við fórum vel yfir þá í vikunni. Við vissum að þeir yrðu særðir og særð dýr koma alltaf og bíta frá sér sem að þeir gerðu í dag. Þeir voru flottir og bara kredit á þá að koma tilbaka."
Ísak Óli skoraði sitt fyrsta mark fyrir FH í dag og fannst honum hann búin að skulda markið fyrir FH.
„Við erum búnir að vera æfa þetta. Akkurat þetta sem að við skoruðum úr í dag og mér fannst ég bara skulda mark útaf ég er búin að fá nokkur færi. Erum reyndar búnir að skora nokkrum sem að ég skalla hann og svo skorum við eftir því en mér fannst ég skulda mark."
Nánar er rætt við Ísak Óla Ólafsson í spilaranum hér fyrir neðan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |