Brasilíski markvörður Ederson er mættur á æfingasvæði Manchester CIty til að fara í hinar ýmsu rannsóknir fyrir komandi tímabil hjá City. Ederson er að snúa til baka eftir meiðsli en hann missti af lok síðasta tímabils eftir að hafa fengið höfuðhögg og var hann ekki með Brössum á Copa America.
Hann hefur verið sterklega orðaður við brottför frá City í sumar og hvað mest orðaður við Sádi-Arabíu.
Hann hefur verið sterklega orðaður við brottför frá City í sumar og hvað mest orðaður við Sádi-Arabíu.
Hann er þrítugur og á tvö ár eftir af samningi sínum. Al-Nassr í Sádi-Arabíu er sagt hafa lagt fram 25 milljóna punda tilboð í Brassann.
Man City mun, samkvæmt heimildum The Sun samþykkja þetta kauptilboð ef Ederson tekur ákvörðun um að færa sig um set, en City vill þó ekki missa markvörðinn sinn og hefur tekið upp á því að bjóða honum endurbættan samning til að sannfæra hann um að vera áfram á Englandi. City er tilbúið að hækka vikulaunin um 75% en það er þó einingus rúmlega fjórðungur af því sem Al-Nassr er sagt tilbúið að borga.
Ensku meistararnir í City hefja nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni þann 18. ágúst þegar liðið heimsækir Chelsea.
Stjórnendur City munu setjast niður með Ederson í vikunni og ræða málin. Ef markvörðurinn vill nýta tækifærið til að róa á önnur mið þá mun félagið ekki standa í vegi fyrir honum.
Athugasemdir