Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 15. ágúst 2020 11:25
Ívan Guðjón Baldursson
Raul Sanllehi hættur hjá Arsenal (Staðfest)
Sanllehi er til vinstri. Venkatsesham til hægri.
Sanllehi er til vinstri. Venkatsesham til hægri.
Mynd: Getty Images
Arsenal kynnti rétt í þessu að Raul Sanllehi er hættur hjá félaginu en hann hefur starfað hjá félaginu sem yfirmaður knattspyrnumála síðan 2017.

Vinai Venkatsesham tekur stöðu Sanllehi en hann hefur gegnt ýmsum störfum í stjórn Arsenal síðasta áratug.

Sanllehi hefur fengið hrós og gagnrýni á tíma sínum hjá Arsenal, en þyngsta gagnrýnin er fyrir að hafa borgað 72 milljónir punda fyrir Nicolas Pepe fyrrum kantmann Lille.

„Raul hefur gegnt mikilvægu starfi undanfarin ár og verður alltaf partur af Arsenal fjölskyldunni. Við þökkum honum fyrir samstarfið og óskum honum alls hins besta í framtíðinni," segir Josh Kroenke, sonur eiganda Arsenal.

„Við efumst ekki um að Vinai sé rétta manneskjan til að leiða félagið áfram, hann hefur sýnt mikla leiðtogahæfileika hjá félaginu og berum fullt traust til hans."
Athugasemdir
banner
banner