Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
   sun 15. ágúst 2021 20:04
Arnar Laufdal Arnarsson
Siggi Höskulds: Svekktir í dag en áfram gakk
Áfram gakk segir Siggi
Áfram gakk segir Siggi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknismanna var svekktur eftirt ap gegn FH í kvöld en liðin áttust við á Kaplakrikavelli í dag.

„Mér fannst við flottir í fyrri hálfleik og fannst við vera aðeins að taka yfir leikinn í enda fyrri hálfleiks en svo koma mistök og við gefum þeir mark á silfurfati og svo fannst mér við koma sterkir inn í seinni hálfleikinn og mér leið eins og við værum að fara koma til baka en þá töpum við boltanum, skyndisókn og mark og svo mark úr horni og það drap leikinn og við náðum aldrei takti eftir það."

Lestu um leikinn: FH 5 -  0 Leiknir R.

Leiknismenn voru oft á tíðum að koma sér í flottar stöður inn í teig FH-inga og á köntunum en náðu ekki að skapa mikið úr þeim stöðum.

„Ég er ekki beint ósáttur ég er bara svekktur að við náðum ekki að nýta fínar stöður sem við fengum, Sólon og Manga að spila í fyrsta skipti saman frammi, þeir þurfa bara aðeins að spila sig saman, eins og þú sagðir við komumst í margar flottar stöður, svekkjandi að ná ekki að klára það en engar áhyggjur af því."

Hvernig horfir Siggi á restina af tímabilinu þar sem Leiknir eru ekki að fara falla og ná ekki evrópusæti?

„Framhaldið er bara að tryggja sæti okkar í deildinni og halda áfram að bæta okkur, erum svekktir í dag en bara áfram gakk og halda eitthvern veginn áfram að spila eins og við höfum verið að gera í sumar, þá koma fleiri stig og ég held það sé mikilvægt að séum að einbeita okkur að bæta okkur sem lið."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar talar Siggi t.d. um breytingarnar á byrjunarliðinu og vítapsyrnudóminn í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner