Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
banner
   mán 15. ágúst 2022 22:00
Haraldur Örn Haraldsson
Gummi Magg um markakónginn: Ég á ekki breik, það er búið að ákveða það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðmundur Magnússon leikmaður Fram var ánægður eftir að liðið hans sigraði Leikni á heimavelli 4-1 í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 4 -  1 Leiknir R.

„Það er góður fílingur. Við byrjuðum kannski aðeins brösulega við bjuggumst ekki við því að þeir færu í þriggja manna (hafsenta kerfi) eða já breyttu um taktík svo þegar við áttuðum okkur á því þá fannst mér að þeir ættu aldrei séns í þetta. Þannig bara sáttur."

Guðmundur skoraði 1 mark og lagði upp 1 og er nú kominn með 12 mörk og er næstmarkahæstur í deildinni.

„Já já, þetta er bara áfram gakk sko. Maður er í góðum fíling og maður heldur bara áfram."

Þegar Guðmundur er spurður út í möguleika hans á markakóngs titlinum hafði hann þetta að segja.

„Ég á ekki breik í markakónginn, það er búið að ákveða hverjir verða þar þannig mér er alveg sama. Þeir vita sem vita sem að tala um fótbolta að maður á ekki séns í það þannig bara áfram gakk."

Fram er núna 12 stigum frá fallsæti og er komið langa leið með það að tryggja sér frá falli.

„Það er nóg eftir, það er alveg ég man ekki 10 leikir eftir eða eitthvað þannig við þurfum bara að halda áfram. Þetta er ekki komið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner