29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 15. ágúst 2022 22:00
Haraldur Örn Haraldsson
Gummi Magg um markakónginn: Ég á ekki breik, það er búið að ákveða það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðmundur Magnússon leikmaður Fram var ánægður eftir að liðið hans sigraði Leikni á heimavelli 4-1 í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 4 -  1 Leiknir R.

„Það er góður fílingur. Við byrjuðum kannski aðeins brösulega við bjuggumst ekki við því að þeir færu í þriggja manna (hafsenta kerfi) eða já breyttu um taktík svo þegar við áttuðum okkur á því þá fannst mér að þeir ættu aldrei séns í þetta. Þannig bara sáttur."

Guðmundur skoraði 1 mark og lagði upp 1 og er nú kominn með 12 mörk og er næstmarkahæstur í deildinni.

„Já já, þetta er bara áfram gakk sko. Maður er í góðum fíling og maður heldur bara áfram."

Þegar Guðmundur er spurður út í möguleika hans á markakóngs titlinum hafði hann þetta að segja.

„Ég á ekki breik í markakónginn, það er búið að ákveða hverjir verða þar þannig mér er alveg sama. Þeir vita sem vita sem að tala um fótbolta að maður á ekki séns í það þannig bara áfram gakk."

Fram er núna 12 stigum frá fallsæti og er komið langa leið með það að tryggja sér frá falli.

„Það er nóg eftir, það er alveg ég man ekki 10 leikir eftir eða eitthvað þannig við þurfum bara að halda áfram. Þetta er ekki komið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner