Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. ágúst 2022 23:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Halda því fram að Cunha færist nær Man Utd
Matheus Cunha.
Matheus Cunha.
Mynd: EPA
Núna gengur um sú saga að Manchester United sé nálægt því að kaupa Matheus Cunha, framherja frá Atletico Madrid á Spáni.

Talksport heldur því fram í kvöld að United sé að kaupa leikmanninn á 50 milljónir evra.

Það er ljóst að Man Utd er að leita sér að framherja og hafa ýmsir leikmenn verið orðaðir við félagið á síðustu dögum. Má þar til dæmis nefna Alvaro Morata, Marko Arnautovic og Jamie Vardy.

Núna er Cunha sterklega orðaður við félagið, en hann er 23 ára gamall Brasilíumaður sem hefur leikið með Atletico frá því í fyrra. Þar áður lék hann með Herthu Berlín, RB Leipzig og Sion.

Hann er búinn að gera sjö mörk í 38 keppnisleikjum frá því hann gekk í raðir Atletico.

Fróðlegt verður að sjá hvort hann lendi í Manchester á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner