fim 15. september 2022 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Baulað á Hakimi er hann kom inn á sem varamaður í Haifa
Achraf Hakimi.
Achraf Hakimi.
Mynd: EPA
Það var baulað á Achraf Hakimi er hann kom inn á sem varamaður í sigri PSG gegn Maccabi Haifa í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi.

Leikurinn fór fram í Ísrael, en Hakimi er langt frá því að vera vinsæll þar í landi.

Hann hefur nefnilega lýst opinberlega yfir stuðningi sínum við að Palestína verði frjáls.

Lengi hafa verið deilur á milli Ísrael og Palestínu. Hafa þær deilur kostað mörg mannslíf, en aðallega hafa það verið Palestínubúar sem hafa látið lífið í þessu sorglega stríði. Mikið af saklausu fólki hefur látið lífið þarna á svæðinu.

Hægt er að fræðast um þessar deilur á vef BBC með því að smella hérna.

Það er ekki mikil ánægja með Hakimi í Ísrael, en hann og hans lið fóru með 3-1 sigur aftur heim til Parísar.


Athugasemdir
banner