Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
   fös 15. september 2023 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alexander-Arnold ekki klár í slaginn - Konate mögulega í byrjunarliðinu

Trent Alexander-Arnold er að kljást við meiðsli á læri og æfði ekki með Liverpool í gær.


Enski bakvörðurinn dró sig út úr landsliðshópnum fyrir leikina gegn Úkraínu í undankeppni EM og vináttuleik gegn Skotlandi á dögunum vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Liverpool gegn Aston Villa.

Hann var mættur á æfingasvæði Liverpool í gær en gat ekki æft og verður því væntanlega ekki í hópnum sem mætir Wolves á morgun.

Ibrahima Konate æfði hins vegar í gær eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum liðsins vegna meiðsla. Búist er við því að hann verði í byrjunarliðinu á morgun og Joe Gomez fari í hægri bakvörðinn fyrir Alexander-Arnold.


Athugasemdir
banner
banner
banner