Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 15. september 2025 22:18
Sverrir Örn Einarsson
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Magnús Már Einarsson
Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var fyrir mér bara 50-50 leikur en þeir klára hann. Bæði lið fá fín færi en það sem situr eftir hjá mér eftir þennan leik er að við fáum tvö mörk á okkur úr föstum leikatriðum. Það er gjörsamlega óásættanlegt, við erum búnir að vera frábærir í að verjast þeim í sumar og þetta er mjög úr karakter hjá okkur.“ Sagði að vonum svekktur þjálfari Aftureldingar sem þarf að horfast í augu við að enda í botnsæti Bestu deildarinnar nú þegar deildinni er skipt eftir 3-1 tap gegn ÍA á Akranesi í dag.

Magnús var þó ekki ósáttur við frammistöðu liðsins sem slíka en saknar þess að liðið nýti færin sín sem reynist þeim dýrt þegar upp er staðið.

„Við byrjum leikinn frábærlega og eigum fyrir mér að vera komnir yfir áður en að þeir skora. Þetta er því mjög svekkjandi þegar maður horfir yfir leikinn. Auðvitað er þetta kaflaskipt en alls ekki leikur sem við eigum að tapa 3-1 að mínu mati.“

Framundan hjá Aftureldingu er hörð fallbarátta í neðri riðli Bestu deildarinnar. Alls fimm leikir sem alla má flokka sem úrslitaleiki. Magnús kallar eftir því að sá góði stuðningur sem liðið fékk á Akranesi haldi áfram og stuðningsmenn bæti enn frekar í.

„Nú er úrslitakeppni framundan og ég er mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem við fengum í dag. Ég vonast til þess að sjá ennþá fleiri Mosfellinga með okkur á pöllunum í úrslitakepnninni. Við eigum að vera stolt að vera með lið í Bestu deildinni í fyrsta skipti og við eigum fimm leiki eftir þar sem við getum ráðið okkar eigin örlögum.“

Sagði Magnús en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner