Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 15. október 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Hakim Ziyech spilar loksins fyrsta mótsleik með Chelsea
Hakim Ziyech mun að öllum líkindum spila sinn fyrsta mótsleik með Chelsea gegn Southampton á laugardag. Ziyech kom til Chelsea frá Ajax á 33 milljónir punda í sumar en hann meiddist á hné í æfingaleik gegn Brighton í ágúst.

Ziyech spilaði rúman hálftíma og lagði upp mark í 3-1 sigri Marokkó á Senegal á föstudaginn.

Eftir þann leik flaug hann aftur til Englands þar sem hann hefur æft með Chelsea undanfarna daga.

Reiknað er með að Ziyech þreyti frumraun sína í ensku úrvalsdeildinni um helgina en óvíst er hvort það verði í byrjunarliðinu eða hvort hann komi inn á.

Vinstri bakvörðurinn Ben Chilwell verður líklega klár eftir smávægileg meiðsli en markvörðurinn Edouard Mendy missir líklega af leiknum vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner