Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. október 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Westerveld: Best hjá Liverpool að halda sig við Adrian
Adrian.
Adrian.
Mynd: Getty Images
Sander Westerveld, fyrrum markvörður Liverpool, segir að það hafi verið rétt ákvörðun hjá félaginu að kaupa ekki nýjan markvörð áður en félagaskiptaglugginn lokaði.

Alisson verður frá keppni næstu vikurnar og Adrian fyllir skarðið í markinu á meðan.

Adrian átti slæman leik í 7-2 tapinu gegn Aston Villa fyrir landsleikjahlé en Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, ákvað að kaupa ekki annan markvörð þrátt fyrir sögusagnir þess efnis.

„Ef þeir hefðu getað fengið einhvern betri en Adrian hefðu þeir líklega keypt hann. Þeir gátu það ekki svo það sýnir hversu mikið traust þeir hafa á Adrian," sagði Westerveld.

„Ég held að það hefði ekki verið frábært að fá einhvern nýjan inn því Alisson er frá í fjórar til sex vikur og að fá einhvern núna, sem þekkir ekki liðið og fer beint í grannslag, hann yrði undir mikilli pressu. Ég held að besti kosturinn sé að halda sig við Adrian."
Athugasemdir
banner
banner
banner