Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
   fös 15. október 2021 10:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp ekki hrifinn af því hvernig Watford fer með stjóra
Jurgen Klopp sat fyrir svörum á blaðamannafundi í morgun og var hann spurður út í stjóraskiptin hjá Watford en Liverpool mætir einmitt Watford í hádegisleiknum á morgun.

„Það er illa vegið að stjórunum hvernig Watford fer með þá. Hvernig getur það komið manni á óvart?" sagði Klopp aðspurður um stjórabreytingu hjá Watford í dag.

Watford rak Xisco Munoz eftir sjö umferðir af tímabilinu en liðið var með sjö stig eftir þessa sjö leiki. Claudio Ranieri var ráðinn til starfa í kjölfarið og stýrir sínum fyrsta leik gegn Liverpool á morgun.

„Þú lærir nafnið á nýjum kollega og svo er fundinn einhver annar. Ég er ekki hrifinn af þessu."

„Koma Claudio gerir hlutina erfiða en við verðum að spila okkar leik,"
sagði Klopp.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner