Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
   þri 15. október 2024 14:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Real Madrid hélt krísfund vegna Mbappe - Tóku hann út úr auglýsingu
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: EPA
Real Madrid hélt krísufund í gærkvöldi í kjölfarið á fréttum frá Svíþjóð þar sem Kylian Mbappe er ásakaður um nauðgun.

Mbappe var ekki hluti af franska landsliðinu vegna meiðsla en hann ákvað því að skella sér til Stokkhólms ásamt vinum sínum. Fór hann út á lífið með þeim á meðan franska landsliðið spilaði.

Nú segir Aftonbladet að Mbappe sé sakaður um nauðgun sem átti sér stað á hóteli sem hann gisti á í Stokkhólmi. Hann sé sá sem lögregla er að rannsaka í tengslum við málið.

Mbappe steig fram í gær á samfélagsmiðlum og sagði þetta einfaldlega „falsfréttir".

En samkvæmt franska fjölmiðlamanninum Romain Molina - sem er með stóran hóp fylgjenda - þá hélt Real Madrid krísufund út af málinu. Mbappe gekk í raðir Madrídarstórveldisins í sumar en hann er eitt stærsta nafnið í fótboltaheiminum í dag.

Svo virðist sem það hafi verið ákveðið hjá Real að taka Mbappe út úr auglýsingum félagsins en hann var klipptur út úr auglýsingu Real Madrid og Adidas sem birtist í dag. Jude Bellingham, liðsfélagi Mbappe, birti mynd af auglýsingunni þar sem Mbappe er í henni, en hann eyddi henni síðar og uppfærði.

Þetta mál er á grunnstigi en eins og áður segir, þá neitar Mbappe sök.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner