Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   mán 14. október 2024 19:01
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe brjálaður yfir fréttaflutningi Aftonbladet: Þetta er svo fyrirsjáanlegt
Kylian Mbappe
Kylian Mbappe
Mynd: EPA
Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe er allt annað en sáttur með fréttaflutning sænska blaðsins Aftonbladet en þar kemur fram að lögreglan í Stokkhólmi sé að rannsaka nauðgun sem átti sér stað á meðan Frakkinn var í borginni.

Mbappe var ekki í landsliðshópnum hjá Frökkum í þessum mánuði og sem fyrirliði hefur hann verið gagnrýndur fyrir að hafa heimsótt skemmtistað í Svíþjóð á meðan Frakkland spilaði við Ísrael.

Aftonbladet sagði í dag frá því að lögreglan í Stokkhólmi væri nú að rannsaka nauðgun sem átti að hafa átt sér stað á hótelinu sem Mbappe var að gista á ásamt vinum sínum.

Blaðið segist þó ekki hafa neinar upplýsingar um hvort einhver úr hópnum sé grunaður um verknaðinn.

Mbappe var ekki lengi að svara frétt Aftonbladet en hann segir þær vera falsfréttir og bendir þá sérstaklega á tímasetninguna á fréttinni.

„Falsfréttir! Þetta er farið að verða svo fyrirsjáanlegt, bara alger tilviljun að þetta komi rétt fyrir réttarhöldin,“ sagði Mbappe á X.

Mbappe stefndi Paris Saint-Germain vegna vangoldinna laun en hann segir félagið skulda sér 55 milljónir evra. Réttarhöldin hefjast á morgun.


Athugasemdir
banner
banner