Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 15. nóvember 2019 22:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsta landsliðsmark Cazorla í fjögur ár - Missti næstum fótinn
Cazorla fagnar marki sínu.
Cazorla fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Það voru sjö mismunandi markaskorarar fyrir Spánverja í kvöld er liðið burstaði Möltu, 7-0, í undankeppni EM. Spánn hafði tryggt sér sæti á EM 2020 fyrir leikinn.

Einn markaskorarana var Santi Cazorla, leikmaður Villarreal. Cazorla var að skora sitt fyrsta landsliðsmark í fjögur ár.

Cazorla var fyrr á þessu ári valinn í spænska landsliðið í fyrsta sinn í fjögur ár. Cazorla, sem er 34 ára, hefur verið gríðarlega óheppinn með meiðsli.

Cazorla fór í 11 aðgerðir, hann var frá í í 668 daga á tveggja ára tímabili þar sem hann fór í aðgerð á hné, fæti og ökkla.

Hann var næstum búinn að missa fótinn eftir eina aðgerðina, en gafst aldrei upp.

Smelltu hér til að sjá mark Cazorla.

Þeir Dani Olmo og Pau Torres áttu einnig gott kvöld. Þeir komu inn á sem varamenn og spiluðu í fyrsta sinn fyrir A-landslið Spánar. Þeir skoruðu báðir í fyrsta A-landsleiknum.

Spánn 7 - 0 Malta
1-0 Alvaro Morata ('24 )
2-0 Santi Cazorla ('41 )
3-0 Pau Torres ('62 )
4-0 Pablo Sarabia ('63 )
5-0 Dani Olmo ('69 )
6-0 Rodrigo Moreno ('72 )
7-0 Jesus Navas ('86 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner