Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 15. nóvember 2022 20:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sindri Kristinn yfirgefur Keflavík (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Sindri Kristinn Ólafsson hefur yfirgefið herbúðir Keflavíkur eftir að samningur hans við félagið rann út.


Þessi 25 ára gamli markvörður lék 162 leiki fyrir félagið í deild og bikar og var næst leikjahæsti markvörðurinn í sögu félagsins á eftir Ómari Jóhannssyni.

„Knattspyrnudeild Keflavíkur vill þakka Sindra fyrir allt hans framlag til félagsins og leggja áherslu á það að Sindri er alltaf velkominn aftur til Keflavíkur. Við óskum Sindra einnig góðs gengis í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Sindri hefur verið holdgervingur Keflavíkur og fyrir það erum við þakklát," segir í tilkynningu frá Keflavík.

„Það þurfti aldrei að spyrja Sindra um að gera eitthvað fyrir félagið hvort sem það var tengt meistaraflokki karla, kvenna, yngriflokkum eða umgjörð félagsins, alltaf fyrsti maður á staðinn og seinastur að yfirgefa hann. Sannur Keflvíkingur." Segir enn fremur.

Sindri hefur verið orðaður við FH hér á Fótbolti.net undanfarnar vikur. Líklegt er að hann verði kynntur sem nýr leikmaður félagsins á næstunni.

„Það er ekkert ákveðið. Við höfum áhuga á honum og mér finnst hann virkilega góður markvörður, ef það gerist þá gerist það og þið fáið pottþétt að vita það," sagði Davíð Þór Viðarsson yfirmaður knattspyrnumála hjá FH í viðtali hjá Fótbolta.net á dögunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner